top of page
Writer's pictureA Round About us

Fyrsta Blog ferðalagið til Sanlucar de Barrameda. (Dagur 1)

Updated: Oct 5, 2023

Er til betri leið til að halda upp á 40 ára afmælið hans Adrians en að fara í ferðalag ?

Við höfðum ekki mörg áform um þessa ferð; Planið hjá Adrian var að fara til Sanlucar de Barrameda og smakka bestu rækju í heimi á sérstökum veitingastað og vera í Cadiz í 4 daga og skoða.


Frá Salobrena til Sanlúcar eru ca 4 klukkustundir án stopps, en við vorum með plön um að stoppa einhvers staðar; svo kannski gæti það tekið 7 tíma.


Map from Salobrena to Sanlúcar
Map from Salobrena to Sanlúcar


Það er alltaf svolítið stressandi að keyra hérna á Spáni. Umferðin getur verið svolítið brjáluð á hraðbrautinni AP-7 í gegnum Malaga, en við áttum ekki í neinum vandræðum með veginn bara brjálaðir ökumenn í umferðinni eins og venjulega.😏

Við vildum reyndar stoppa í Marbella í hádeginu en umferðin var stöppuð, þannig að við keyrðum áfram um stund og stoppuðum á einhverri bensínstöð út í buskanum til að finna eitthvað að borða. Við áhváðum frekar að skoða "Miss Google Maps" til að sjá hvað væri í kringum okkur til að fá okkur hádegismat og teygja okkur aðeins, og við vorum nálægt bænum Estepona, svo það endaði með því að vera áfangastaður fyrir hádegispásu.




Það er eitthvað nýtt að sjá, svo hvers vegna ekki að keyra alla leið á ströndina og ganga um og fá sér eitthvað að borða?


Við keyrðum inn í bæinn með hjálp „Miss Google“, sem stundum er eins og hún sé eitthvað drukkin eða hafi bara verið að vaknað eftir lúr, því hún fer alltaf með okkur í einhverja óvissuferð til að komast á afangastað. Leyfðu mér að segja þér, „Miss Google“ fer alltaf með okkur í "dýrmætustu" göturnar til að komast þangað sem við viljum, sem getur verið skemmtilegt stundum en ekki alltaf,við endum stundum á skuggalegum slóðum.😁


The beach in Estepona Malaga Spain
Estepona við ströndina

Estepona tók vel á móti okkur eftir streitufulla umferðina, með gullina strandlengju eins lengt og augað eygir, þvílíkur staður, við sámu Gíbraltar og alla leið til Afríku.

Við gengum berfætt um strandlengjuna til að njóta söltuðu golunnar og njóta töfrandi útsýnisins.



Beach in Estepona Malga spain,Gibraltar
Strandlengjan í Estepona


„Nú skulum við fá okkur mat“


Við völdum veitingastað á ströndinni, Chiringuito "PACO", til að njóta stórkostlegs útsýnis og smakka frábæran mat sem er metinn 4,4 stjörnur á google. Starfsfólkið var yndislegt, maturinn var fljótur framreiddur og maturinn var fínn, bragð góður og vel útilátinn og við fórum þaðan út södd og sæl og mjög ánægð.

Við pöntuðum grillaða hörpuskel og rækjur í hvítlauk forrétt og Pallea án fisks í aðalrétt. Þjónninn sagði okkur að það taki allt að 30 mínútur að búa til palleu sem þýðir að hún er elduð á staðnum og er ekki inn í frysti og hituð upp. Það er líka mjög gott að vita af þessu þegar þú pantar Pallea á Spáni að spyrja hvað það tekur langan tíma, ef þeir segja enga stund á veistu það að hún er upphitu. Það er fullt af stöðum sem reina að flýta fyrir sér með þessum hætti og grjónin og bragðið er svo sannarlega ekki það sama.


Eftir að hafa fyllt magann af sælkeramat, höfðum við varla orku til að fara aftur í bíl, við vildum bara liggjast á bekk á ströndinni og hvíla okkur í þessu fallega landslagi í siestu.😴



„Miss Google Map“ bíður eftir næsta verkefni!


Jæja,það er víst enginn tími fyrir siestu, svo við fórum aftur upp á vegin, AP-7, á leiðinni til Gíbraltar.

Aksturinn sjálfur var fallegur; landslagið fór að breytast verulega:meiri víðátta,fjöll og tré. Við fórum ekki til Gíbraltar, klukkan var orðin aðeins og mikið, svo við fórum á veginn A-381 og inn í Parque Natural Los Alcornocales.

Þaðan tókum við A-2226 til bæjarins Benalup.


Road map from Estepona to Benalup
Road map from Estepona to Benalup

Við keyrðum í gegnum fallegan náttúrugarð í töfrandi landslagi, sem minnir okkur á austurhluta Íslands, þetta var bara töfrandi og við munum örugglega fara þangað aftur í framtíðinni, ganga um náttúrugarðin og tjalda einhverstaðar.

Spánn er ekki bara sandstrendur og kokteilar; það hefur einnig svo dásamlega náttúru og marga sögulega staði til að sjá, enda er Spán afar stór.

Í Benalup stoppuðum við bara fyrir sterkan kaffibolla ,sem var svo nauðsynlegt til að komast til Sanlúcar. Benalup minnir okkur líka á Ísland: bær/þorp í miðjum náttúrugarði, uppi á hæð til að sjá umhverfið í allar áttir- grænu víðáttuna.




JÆJA "Ungfrú Google" Hvar er Sanlúcar ?


Næst var það að spyrja "Ungfrúnna" hvaða leið ætti að fara til Sanlúcar frá Benalup, og ég skal segja þér, hún gerir það ekki auðvelt fyrir okkur.😂

Ég sakna "gömlu dagana" tíma pappírskortanna til að ferðast.

Eftir nokkur skemmtileg Google Maps mistök, rangar beygjur út af veginum og fullt af hringtorgum endum við loksins í Sanlúcar og með hennar furðulegu aðstoð. Hún fór sannarlega með okkur í óvissuferð til að komast á endastöð.

Leyfðu mér að segja þér, hún gaf okkur leið um holóttan sveitarveg með fram Sanlúcar,ekki inn í bæinn. Þar var margt að sjá eins og geitur, asnar og fullt af geltandi hundum; lyktin sem gaus inn í bílinn var sterkjuð af bensíni og skít;💩

og loks fór hún með okkur inn í eitthvað iðnaðarsvæðið sem við keyrðum um í hringi í smá stund ,en það leið eins og klukkutímar.

Svo fyrsta sýn okkar af Sanlúcar var ekki upp á marga fiska vegna þess; Ég held að hún sé að gera þetta bara sér til gamans.🤣


„Ungfrú Google“ fer með okkur á staði sem enginn vill sjá og það er góð ferðaupplifun og algjör unaður stundum.


Jæja, við komumst loksins á hótelið eftir ævitýralega útsýnisferð með "Ungfrúnni".Við vorum þreytt eftir ferðalagið og allt ævintýrið sem var um 8 tímar í heildina.

Eftir innritun, farið í sturtu og skoða okkur um og borða eitthvað.



(VIDEO coming soon)


Tilbúin fyrir fyrsta kvöldið okkar í Sanlúcar, hótel innritun, fara í sturtu og skoða bæinn og finna sér mat.


Við fengum okkur göngutúr á ströndina sem var í aðeins eina mínútu fjarlægð frá hótelinu. Það var skýjað og dálítið kalt, um 22°C, við vorum bara í stuttbuxunum og stuttermabolunum, svo okkur varð dálítið kalt þarna en við ákváðum að labba aðeins meðfram gullnu ströndinni.


Sanlúcar de Barrameda,Playa del calzada
Sanlúcar beach

Það var gott að teygja á fótleggjum, ganga um eftir ferðalagið og það var líka svo dásamlegt að tipla á tánum í sandinn.

Strandlínan var svo dásamleg, löng strönd með gullsandi í allar áttir, það er eins og það sé eyja á móti ströndnni, en það er áin Guadalquivir sem klýfur landið og hinum megin er þjóðgarðurinn Parque Nacional de Doñana.




Eftir langa, berfætta göngu í sandinum og sjá byrtuna hverfa yfir sjólínuna var kominn tími til að rölta niður í bæ og fá sér eitthvað að borða.

Við áhváðum að spyrja ekki "Ungfrúnna" um ráð, eftir hennar skemmtun með okkur í dag ætlaði hún að vera í fríi í kvöld. Það var því kominn tími til að kveikja á innra kortinu mannsins og reina rata þetta kvöld.😁


Gæsalappir á „aðal“ er vegna þess að við erum viss um að það sé hægt að rífast um hvert aðaltorgið er hér, því í hverjum bæ á Spáni eru yfirleitt mörgr torg. Vinur hans Adrians ráðlagði okkur að fara á tapasbarinn Barbiana, sem var á „aðal“ torginu á Plaza del Cabildo, með vatnsbrunni að sjálfsögðu, og auðvitað spurðum við „Ungfrúnna“ á endanum hvar það væri.😏

Þar var gott að sitja og njóta umhverfisins. Það var fullt af lífi - fólk á öllum veitingastöðum, gangandi um strætin, tala, borða og drekka. Spánn hefur þennan dásamlega hlut sem kallast tapas, sem er að snarla eða borða seint á kvöldin, um 21:00-22:00, og stundum sem ferðamaður er of seint að borða ef þú ert ekki vanur því.



Nú hvað borðuðum við?


Í Barbiana pöntuðum við rækjusalat, það var meira svona eins og kaldar rækjur með kaldri, grillðri papriku í ólífuolíu. Þetta var samt svo fullkomin blanda af olíu, salti og sætu úr paprikunni og rækjunum,að sjálfsögðu var brauð með matnum til að dýfa í olíublönduna. Þú getur aldrei gleymt að borða brauð með mat á Spáni; það er nauðsyn með hverjum rétti til að klára allt sem er á disknum.



Eftir þetta tapas fórum við á næsta stað handan við hornið, Taberna Cabildoto, til að prófa þeirra frægu rækjukökur eða Camarón og vínið þeirra Manzanilla.

🤔Ekki okkar uppáhald; rækjukökurnar voru of saltar, og vínið var, AAHHH, vil ekki vera dónaleg, okkur bara líkaði alls ekki vínið; það var þurrt, biturt og með sterkt þungt eftirbragð — bragð sem við getum ekki lýst, nema að okkur líkaði það ekki. Það minnti mikið á ungt rauðvín sem okkur líkar ekki heldur því það er vanalega of sýrumikið.

Þetta vín er sagt vera þurrt, ferskt og viðkvæmt bragð, sem var ekki okkar reynsla.


Veitingastaðurinn heitir Gozo Slow Food.ennþá svöng, við ákváðum að panta ekki fleiri tapas og reyndum að fá okkur kvöldmat áður en kvöldið kláraðist. Við rákumst á stað sem lyktaði bara svo vel að við gátum ekki staðist hann .

Veitingastaðurinn heitir Gozo SlowFood.

Við pöntuðum okkur eldbakaða pizzu og bjór. Pizzan var mjög góð, áleggið ferskt og bragðgott. Botninn/brauðið hafði svo rétt jafnvægi af salti og geri,var bara svo rétt eldað. Skorpan var stökk og sósan með gott jafnvægi af tómötum, osturinn var tegjanlegur , svo pizzan var ljúffeng, 10 af 10 í pizzu og bjórinn var ískaldur.


Pizza in Gozo SlowFood Sanlúcar
Pizza in Gozo SlowFood Sanlúcar

Það var fínn endir á fyrsta daginum á þessu ferðalagi, með góðri pizzu og köldum bjór. Nú er það eina sem þarf að gera er að reyna að muna leiðina til baka á hótelið án „'Ungfrúarinnar,“


Rakel: Hún er einstaklega góð í að rata og telur sig vera afar ratvís,telur sig eiga mjög erfitt með að villast hvar sem hún er. Það er það sem hún heldur.😁Við komumst ein á hótelið með smá "extra" kvöldgöngu.

Við áttum yndislegan ferðadag saman; nú er bara að sofa og sjá hvað dagur 2 í ferðalaginu okkar hefur upp á að bjóða.


Adrian og Rakel in sanlúcar
Adrian og Rakel in Sanlúcar

Dagur 2: 40 ára afmæli Adrian og leyniveitingastaðurinn hans í Sanlúcar

Takk fyrir að vera með okkur hér og lesa sögurnar okkar.

Ef þér líkaði við þessa sögu, þá eru fleiri í riti-vinnslu.

þú getur gerast áskrifandi að framtíðarferðum okkar, uppskriftum eða hvað sem síðan okkar hefur upp á að bjóða.

Tenglar hér að neðan fyrir annað efni



28 views

Comments


bottom of page