Þegar kaldir vetrarvindar byrja að blása er ekkert eins og huggulegt og kertaljós,jú og heit súpuskál til að ylja hjartans rætur.
Eitt hráefni sem hentar sérstaklega vel í vetrarsúpur eru grænar linsubaunir. Þessar litlu belgjurtir eru ekki bara ljúffengar heldur líka ótrúlega næringarríkar.
Okkar fyrsta vetur saman á Íslandi þá eldaði Adrian fyrir mig ljúfenga súpu sem varð svo að mínu uppáhaldi og sannarlega hefur slegið í gegn hjá þeim sem hafa smakkað hana,svo ég tel vel við hæfi að byrja matarblogið mitt á að deila henni með ykkur.
Þessi súpa er típísk vetrar súpa á Spáni og er hún vanalega gerð með kjöti, þar sem ég var vegan á þessum tíma þá gerði hann súpuna fyrir mig einungis með grænmeti og hef ég haldið mig við hana þannig. Ég mun setja uppskrift bæði vegan/grænmetis og með kjöti svo hver og einn getur bara áhveðið fyrir sig hvort verður fyrir valinu. Enda ekki flókin, grunnurinn er sá sami og einungis bara bætt kjötinu út í.
En fyrst, hér eru nokkrar heilsusamlegar staðreindir um linsubaunir.
Ávinningurinn af grænum linsum:
Grænar linsubaunir eru orkuver næringarefna, sem gerir þær að frábærri viðbót við vetrarmatseðilinn þinn. Hér er ástæðan fyrir því að þú ættir að íhuga að bæta þeim inn í máltíðirnar þínar:
Háar í næringarefnum:Grænar linsubaunir eru pakkaðar af nauðsynlegum vítamínum og steinefnum, þar á meðal fólati, járni, potassium og B6 vítamíni.
Trefjaríkar: Hátt trefjainnihald þeirra stuðlar að meltingarheilbrigði, hjálpar til að stjórna blóðsykri og stuðlar að seddutilfinningu.
Plöntubundið prótein: Grænar linsubaunir eru dýrmæt uppspretta
plöntupróteina, tilvalin fyrir grænmetisætur og vegan.
Hjartaheilbrigði: Linsubaunir geta hjálpað til við að lækka kólesterólmagn og draga úr hættu á hjartasjúkdómum, þökk sé trefjum og vitamínum.
Andoxunarefni-rík: Þau innihalda
andoxunarefni sem vernda frumur gegn
skemmdum og draga úr hættu
á langvinnum sjúkdómum.
Þyngdarstjórnun: Samsetning trefja, próteins og lágs fituinnihalds í linsubaunir styður þyngdarstjórnun.
Ljúffeng græn linsubaunasúpa uppskrift:
Nú skulum við nýta þessar grænu linsubaunir vel með hugljúfri og næringarríkri súpuuppskrift. Þessi súpa er auðveld í gerð, full af bragði og fullkomin fyrir alla köldu vetrardagana.
(A.T.H Uppskrift er gerð fyrir 4 mans en myndir sem fylgja er af tvöföldun uppskriftar)
Hráefni: Án kjöts
1 bolli grænar linsubaunir
1 laukur, smátt saxaður
2 hvítlauksgeirar,smátt saxaðir
1 lítil græn paprika
1 lítil rauð paprika
2 lárviðarlauf
1 tsk cummen (ekki kúmen)
1 tsk reykt paprikukrydd
2 þurkaðar paprikur (muna að hreinsa kjarna innan af)
2 stórar gulrætur, skornar í teninga
1 stór bökunar kartafla,skorin í teninga
1-2 stórir tómarar,skornir í teninga (má vera 1 dós niðursuðutómatar í bitum)
6 bollar grænmetissoð
eða ca líter af vatni má vera meira /2 grænmetis teningar
Salt og pipar eftir smekk
Ólífuolía til að steikja
Með kjöti:
200-300 gr svínasíðubitar(purusteik ,ekki með skinni) Korið í teninga
1 Chorizo spænsk pylsa (smátt skorin)
ca líter af vatni má vera meira/1 grænmetis og 1 nauta teningur
Leiðbeiningar: Án kjöts og með kjöti
Byrjaðu á því að skola grænu linsurnar undir köldu vatni og settu þær til hliðar.
Hitið smá af ólífuolíu yfir vægum hita í miðlungs stórum potti. Bætið söxuðum hvítlauknum og lauknum og hitið í olíunni.
Bæta svo grænu og rauðu parikunni útí , steikið þar til það er orðið mýkra.
Bætið svo kryddum í pottin. Cummen, reykt paprika ,lárviðarlauf og einnig er sett þurkuð paprika og hitið í eina mínútu eða svo, þar til að kryddið fer að ilma.
Hér er bætt út í svínasíðubitum og Chorizo, leifa fituni að blandast við kryddið og aðeins brúnast en alls ekki eins og "krispý beikon".
Það er einnig gott að geyma Chorizo og steikja það sér og hafa það eins og "krispý beikon" og setja það ofán á súpuna, á hvern disk til skeytingar og bragðs.
Bætið skoluðu linsunum og hitið áfram um stund og leyfið kryddinu að blandast vel við, svo er tómötunum bætt við og látið þá hitna aðeins aður en soðið er bætt í. Síðan er soðið (vatni og krafti) sett út í.
Látið suðuna koma upp, lækkið svo hitann og látið malla í rólegheitum um 15-20 mínútur.
Á meðan þú bíður, skerðu þá gulræturnar og kartefluna (muna að afhíða bæði).
Þegar um 20 mín er liðið athugaðu hvort þig vanti meira vatn í súpuna,stundum drekka baunirnar vel í sig og þá bara bæta útí vatni.
Setja svo gulræturnar og kartefluna útí og láta malla í heildar tíma ca 45 mínútur eða þar til linsurnar eru orðnar meyrar.
Í lokin bragið á súpunni hvort það vanti meiri kraft, salt eða pipar, því það fer allt eftir smekk hvers og eins.
Berið fram heitt, skreytt með ögn af ólífuolíu, stráð af ferskum kryddjurtum og brauðsneið til hliðar.
Þessi græna linsubaunasúpa er yndisleg leið til að njóta góðs af linsubaunum og prófa eitthvað nýtt. Prófaðu og láttu ríkulegt bragð og nærandi eiginleika þessarar súpu hughreysta líkama þinn og sál því hún er ekki bara góð til að halda á sér hita yfir vetrarmánuðina,heldur er hún stútfull af næringarefnum í einni skál.
Sannkölluð sprengja af vítamínum, ánægju og gleði.
Verði ykkur að góðu
Hér koma svo swing punktar sem hægt er að prófa:
Steikja Chorizo bita og nota einungis ofan á súpuna í stað þess að setja í hana.
Setja sýrðan rjóma ofan á hana með feskri steinselju.
Nota töfrasprota og mauka hluta af súpunni fyrir þá sem ekki vilja borða bitað grænmeti og taka þá kjötið úr ef það ser svo.
Mauka súpuafgang og nota sem bauna ídífa með brauði.
🤗Takk fyrir að lesa 🤗
Ef þér líkaði þetta blogg, vinsamlegast gefðu okkur hjarta eða jafnvel athugasemd. Þú getur líka deilt blogginu með vinum og vandamönnum svo það væri gaman að heyra frá þér hvað þér fannst, líka ef þú hefur ekki skráð þig á póstlistann til að fá fréttir af ferðum okkar þá að sjálfsögðu máttu skrá þig og við sendum þér strax tölvupóst fyrir ný ævintýrin sem gerast á síðunni.
Algert uppáhald uppskrift hér 💓🙏